JGB, ráðgjöf og bókhald slf.

 

 

Ráðgjöf og þjónusta við atvinnurekendur og stjórnsýslu

...fyrir starfandi fyrirtæki og stofnanir, jafnt sem fyrirhugaðan rekstur.

 

 

Jón Gunnar Borgþórsson

Alþjóðlega vottaður rekstrar-/stjórnendaráðgjafi (CMC)

Viðurkenndur stjórnarmaður (Rannsóknarmiðstöð HÍ um góða stjórnarhætti)

Vottaður úttektarmaður jafnlaunakerfa (Velferðarráðuneyti og Endurmenntun HÍ)

"Fræðslustjóri að láni" í samstarfi við Áttina (sjá attin.is)

Þjónustuflokkar

Vottanir

"Certified Management Consultant" (CMC), er alþjóðleg vottun og viðurkennd í um 60 löndum. Hún er einungis veitt ráðgjöfum sem sýnt hafa fagmennsku í starfi og gengist undir skyldur sem vottuninni fylgja. Endurmat á sér stað árlega. Sjá meira .

"Viðurkenndur stjórnarmaður" er titill sem veittur er þeim sem lokið hafa stífu námi og staðist próf á vegum rannsóknarmiðstöðvar HÍ um góða stjórnarhætti. Sjá meira.

"Úttektaraðili jafnlaunakerfa" er aðili sem hefur tekið námskeið á vegum Velferðarráðuneytisins og Endurmenntunar HÍ og staðist próf úr efni þess. Þeim einum er heimilt að taka út jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana fyrir hönd faggiltra vottunaraðila. Það gefur auga leið að þeir sóma sér jafnframt vel sem ráðgjafar við innleiðingu slíkra kerfa. Sjá meira.

Fyrir stjórnendur

Glöggt er gests augað!

Vanti þig aðstoð við markmiðasetningu, stefnumótun, stjórnun breytinga, verkefnastjórnun, hjálp við úttektir á skipulagi, upplýsingakerfum, markaðsmálum o.s.frv., þá getur þú leitað til okkar um slíkt!.

"Fræðslustjóri að láni"

Ráðgjafi (fræðslustjóri að láni) fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins, dregur fram það sem vel er gert, gerir eða dýpkar greiningu á þörfum fyrirtækisins og samhæfir við önnur námskeið eða viðurkenndar fræðsluleiðir innan óformlega fræðslukerfisins.

Aðkoma ráðgjafans er ókeypis fyrir fyrirtækið! Sjá meira.

Áætlanagerð

Hvort sem þú ert að byrja rekstur eða ert með starfandi fyrirtæki þá getur þú leitað til okkar um aðstoð við áætlanagerðina. Allt frá flóknum heildaráætlunum og/eða viðskiptalíkönum niður í einfaldar verkáætlanir

- þar erum við á heimavelli!

Rekstur

Það hefur löngum þótt skynsamlegt að fyrirtæki einbeiti sér að kjarnastarfsemi og láti einstaka verkþætti s.s. reiknings-/bókhald, starfsmannamál, markaðsrannsóknir, kannanir, námskeið, viðburði o.s.frv. í umsjón annarra.

Getum við e.t.v. hjálpað þar?


Úr reynslubankanum:

Ráðgjöf til stjórnenda:

 • Stjórnarseta
 • Stofnun fyrirtækja
 • Fyrirtækjaúttektir
 • Innleiðing og vottun jafnlaunakerfa
 • Mótun mark- og stefnumiða
 • Stefnumótun
 • Skoðanaskipti (Sounding Board)
 • Verkefnastjórn
 • Hagnýt viðmið (Benchmarking)
 • Hagkvæmnisathuganir
 • Skipulag upplýsingakerfa
 • Mótun og hagkvæmni ferla
 • Fundastjórn/-ritun

Annað

 • Kennsla/námskeiðshald/leiðbeinendastörf
 • Reikningshald/Bókhald/Uppgjör
 • Uppsetning og skipulag upplýsingakerfa (IT  Systems)
 • Umbrot og myndvinnsla
 • Textagerð og greinaskrif
 • Notkun/nýting samfélagsmiðla
 • Grunnrannsóknir
 • Markaðsrannsóknir
 • Skipulag og framkvæmd kannana
 • Starfsmannamál
 • Viðburðastjórnun
 • Sviðsmyndagerð (Scenario building)

 

Áætlanagerð

 • Viðskiptaáætlanir
 • Rekstraráætlanir
 • Fjárhagsáætlanir
 • Samrunaáætlanir
 • Fjárfestingaáætlanir
 • Greiðsluáætlanir
 • Markaðsáætlanir innanlands/erlendis
 • Söluáætlanir
 • Aðgerðaáætlanir
 • Verkefnaáætlanir

Um... Jón Gunnar Borgþórsson

Það getur verið erfitt að átta sig á því hversu áreiðanlegur stjórnendaráðgjafi er. Til þess verður að reiða sig á orðspor viðkomandi, menntun, reynslu en einnig má líta til vottana, viðurkenninga o.s.frv. sem til staðar eru.

Viðurkenningar og vottanir staðfesta þekkingu...

Jón Gunnar aflaði sér alþjóðlegrar vottunar sem stjórnendaráðgjafi (Certified Management Consultant - sjá http://www.cmc-denmark.dk) stuttu eftir síðustu aldamót og bætti við námi í þjálfun ráðgjafa ("TrainTheTrainers") haustið 2017, sem nýta má m.a. til CMC vottunar. Þá má nefna vottanir á sviði hagnýtra viðmiða (Benchmarking) fyrir hvorttveggja framleiðslu- og þjónustufyrirtæki á vegum NMI þar sem byggt var á Evrópska gæðalíkaninu EFQM (sjá t.d. http://en.wikipedia.org/wiki/EFQM_Excellence_Model ). Einnig hafa "Viðurkenndur stjórnarmaður" (2016) og "Vottaður úttektaraðili jafnlaunakerfa" (2018) bæst í sarpinn - hvort tveggja eftir krefjandi námskeið og próf á vegum Endurmenntunar HÍ í samstarfi við annars vegar Rannsóknarmiðstöð HÍ um góða stjórnarhætti og hins vegar Velferðarráðuneytið.

Menntunin skiptir máli...

Meistaragráða (2 ára nám) í alþjóðaviðskiptum/-markaðsfræðum og cand oecon (4 ára nám) í viðskiptafræði er góður grunnur til að byggja á.

En sífellt þarf að endurnýja þekkinguna með þátttöku í námskeiðum, ráðstefnum, vinnusmiðjum og sjálfsnámi - þar hefur ekki verið slegið slöku við heldur.

...reynslan ekki síður...

Jón Gunnar hefur (auk ráðgjafarstarfa) sinnt stjórnar og stjórnunarstörfum í fyrirtækjum, opinberum stofnunum og félagasamtökum við góðan orðstír. Kennslu og leiðbeinendastörf eru einnig áberandi í reynslubanka hans, m.a. innan HÍ, HR, í endurmenntun HÍ, einkaskólum, og innan fyrirtækja og félagasamtaka.

...og samstarfsaðilar...

Um langt skeið hefur verið samstarf við Íslandsstofu um ráðgjöf og fræðslu til fyrirtækja í útflutningi, nú síðast í verkefninu "Útlínur".
Loks hófst samstarf við starfsmenntunarsjóði stéttarfélaga og samtök atvinnulífsins haustið 2018 um verkefnið "Fræðslustjóri að láni".
Það skiptir líka máli að vita hvað maður getur ekki eða ekki eins vel og aðrir sérfræðingar á tilteknum sviðum. Þá er gott að hafa á að skipa góðu tengslaneti og geta leitað til og/eða gengið í smiðju þeirra sem vita betur.

...en "orðsporið deyr aldrei!"...

Nokkrar umsagnir:

"Ef þið viljið koma einhverju í framkvæmd, fáið þá Jón Gunnar til að sjá um verkið!"

( Samstarfsmaður í félagsstarfi )

"Besti kennari og leiðbeinandi sem ég hef haft!"

(Nemendur í HR, HÍ og víðar hafa látið þessi orð falla)

"Það var Jóni Gunnari líkt að komast strax að kjarna málsins!"

(Framkvæmdastjóri frumkvöðlafyrirtækis á hátæknisviði)

Þarf frekari vitnana við?...

Til frekari staðfestingar geturðu séð skírteinin sem tengjast þeim áföngum sem minnst er á hér að framan hérna - LinkedIn síður hér og Facebook síðan hér.

Þá er ekkert að vanbúnaði - segðu okkur hvað þér liggur á hjarta!


Jón Gunnar Borgþórsson

Ármúla 38, 1. hæð (Stjórnun),
108 - Reykjavík.

GSM: +354 897 9840

Netfang: jonbo[hjá]mid[punktur]is

Hvernig getum við hjálpað - Segðu okkur allt!

Senda póst